Vertu með, byggjum upp framtíðina saman

Regnhlífasamtök Cruise Iceland

Cruise Iceland er samstarfsvettvangur, regnhlífasamtök, fyrir ýmsa hagaðila sem starfa innan skemmtiferðaskipageirans á Íslandi.

Meginhlutverk Cruise Iceland eru annars vegar að kynna Ísland sem aðlaðandi og spennandi áfangastað fyrir skemmtiferðaskip og hins vegar að stuðla að sjálfbærri uppbyggingu geirans á Íslandi. Cruise Iceland sameinar hafnir, ferðaþjónustufyrirtæki, flutningafyrirtæki, þjónustuveitendur og önnur tengd fyrirtæki til viðhalda samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar með hag íslensks samfélags að leiðarljósi. Cruise Iceland vinnur markvisst að því að festa „hina gáttina“ til landsins í sessi á grunni aukinnar visthæfni og hágæða ferðaþjónustu um allt land að leiðarljósi.

Ávinningur sem aðildarfélagi í Cruise Iceland

Það er ávinningur að vera aðildarfélagi hjá Cruise Iceland. Cruise Iceland veitir aðildarfélagi bein tengsl milli hagaðila og stjórnenda skemmtiferðaskipafélaga sem auðveldar samskipti og samstarf til að tryggja að Ísland sé vel kynnt í ferðaleiðum skemmtiferðaskipa. Cruise Iceland styður við aðildarfélögin sín með því að bjóða upp á tengslatækifæri og aðgang að lykilákvörðunaraðilum í iðnaðinum. Cruise Iceland veitir enn fremur stuðning við stefnumótun, aflar gagna, talar máli félaganna og gætir mikilvægra hagsmuna geirans á sama tíma og unnið er að skapa betri skilning á hvernig skemmtiferðaskipageirinn starfar, m.a. á langtíma skipulagi og með leiðandi umhverfis- og samfélagsmarkmið að leiðarljósi.

 

Aðildarumsókn

Viltu vita meira um aðildarumsókn hjá Cruice Iceland? Sendu okkur tölupóst á info@cruiseiceland.com
Við höfum samand við þig innan 2 daga.

Meðal verkefna á borði Cruise Iceland eru:

  • Áætlunargerð
  • Boðmiðlunaraðstoð
  • Fjölmiðlavakt
  • Gagnasöfnun
  • Hagsmunagæsla
  • Kynningar á ráðstefnum
  • Málefnastýring
  • Málefnavakt
  • Nýsköpun
  • Ráðgjöf
  • Skýrslugerð
  • Stafræn samskipti
  • Stefnumótun
  • Talsmaður
  • Samstarf við hagsmunasamtökin Cruise Line International Association (CLIA) og Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO)

Umsagnir aðildarfélaga Cruise Iceland

Hafnaryfirvöld

„Samstarfið við Cruise Iceland hefur aukið getu okkar til að laða fleiri skemmtiferðaskip að höfninni okkar og á sama tíma að stuðla að móttöku þeirra í sátt við samfélagið sem hefur hagsmuni af komu skipa og ferðamanna. Stuðningur og tengsl í gegnum Cruise Iceland innan iðnaðarins hafa verið ómetanleg við að kynna staðsetningu okkar sem lykiláfangastað á Íslandi – áfangastað sem ekki nýtur komu hins almenna ferðamanns sem kemur með flugi til landsins.“

„Það hefur verið mikill ávinningur fyrir okkur að vera aðildarfélag í Cruise Iceland  sem minna þekktur áfangastaður á Íslandi sem vill laða að skemmtiferðaskip. Að byggja upp framtíðina okkar sem áfangastað saman með Cruise Iceland hefur tengslamyndunin í gegnum Cruise Iceland veitt okkur aðgang að stjórnendum skemmtiferðaskipafélaga sem eru tilbúnir að eiga innihaldsríkar umræður, langt fram úr væntingum.“

 

Ferðaþjónustufyrirtæki

„Cruise Iceland veitir okkur einstakan aðgang að stjórnendum skemmtiferðaskipafélaga sem hefur gert okkur kleift að sýna farþegum einstakar upplifanir. Samstarf okkar hefur leitt til merkjanlegrar aukningar í bókunum og ánægju farþega. Við höfum einnig fundið fyrir meiri skilningi nærsamfélagsins á mikilvægi geirans fyrir framtíðina og efnahag fyrirtækjanna á okkar svæði. Stærstur hluti okkar viðskiptavina eru ferðamenn skemmtiferðaskipa.“

„Cruise Iceland hefur opnað dyr fyrir okkur sem við hefðum ekki náð aðgangi að á eigin spýtur. Skuldbinding Cruise Iceland til að kynna Ísland sem eftirsóttan áfangastað skemmtiferðaskipa hefur ekki aðeins komið fyrirtækinu okkar til góða heldur einnig stuðlað að stöðugleika ferðaþjónustunnar í landinu nú þegar eldsumbrot á Reykjanesi virðast hafa haft neikvæð áhrif á flugfarþega.“

Þjónustuveitandi

„Í gegnum samstarf okkar við Cruise Iceland höfum við getað staðfært áfangastað okkar sem áhugaverðan stað sem skemmtiferðaskipafarþegar vilja heimsækja. Tengslatækifærin og innsýn í iðnaðinn hafa verið lykilþættir í vexti okkar og velgengni. Skipulagið í kringum skipin er engu líkt. Við vitum nákvæmlega hverjir fara hvert, hvenær og í hvaða mæli tvö ár fram í tímann eða meira.“

 

Flutningafyrirtæki

„Sem aðildarfélagi í Cruise Iceland höfum við upplifað Cruise Iceland sem einbeitt og viðskiptasinnað félag sem býður upp á hvers konar ráðgjöf og stuðning við félaga. Cruise Iceland veitir aðgang að stjórnendum skemmtiferðaskipafélaga í gegnum margvíslega viðburði sem hefur gert okkur kleift að komast í samband við lykilákvörðunaraðila í iðnaðinum. Við erum virkur þátttakandi í félaginu og Cruise Iceland skapar frábært umhverfi fyrir okkur til að þróa viðskiptin okkar. Við vinnum bara öll betur saman eftir að hafa hist og kynnst.“

 

 

 

Aðildarumsókn

Sendu okkur skilaboð á info@cruiseiceland.com
Við höfum samand við þig innan 2 daga.