Um margra ára skeið hefur verið haldið utan um fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum á þann hátt að hafnir hafa sent inn farþegafjölda þeirra skipa sem komið hafa í höfn. Út frá því hefur myndast talnagrunnur sem segir til um skipakomur og farþegafjölda allra hafna.
Það liggur í hlutarins eðli að þegar skip hafa viðkomu á mörgum höfnum þá eru það sömu farþegarnir sem eru marg taldir. Áður var þetta ekki mikil skekkja en á undanförnum árum hefur það stór aukist að skipin sigli hringinn í kringum landið með viðkomu í allt að 10 höfnum á leiðinni. Þá er sami farþeginn marg talinn.
Ef einungis eru taldir farþegar í Reykjavík og Hafnarfirði en það eru þær hafnir sem lang flestir farþegar hafa sem fyrstu viðkomuhöfn þá breytist myndin verulega. Í stað þess að ræða um rúmlega 510.000 farþega eins og samtals komu á allar hafnir á síðasta ári er réttara að tala um 175.000 farþega sem var fjöldinn í Reykjavík og Hafnarfirði. Það vill segja að skipafarþegar erum um 10% af flugfarþegum á síðasta ári og þó þeir séu etv sýnilegri þá er fótspor þeirra umtalsvert minna.