Accommodation Tax, Infrastructure Fee and VAT Exemption

The infrastructure fees law was finally passed today, and therefore it is clear that the interim government does not intend to take into account the warnings of Cruise Iceland, CLIA, AECO, port authorities, municipalities, and Icelandic tourism companies regarding the detrimental effects of imposing heavy and sudden fees on the cruise ship sector.

In the submissions to the Parliament and Ministry as well as in the media, it has been clear that the associations of cruise ship companies have not objected to the fees but have strongly objected to the imposition of a fee on each passenger, which would be retroactively applied to trips that have already been sold. The imposition of the infrastructure fee now creates a dilemma for the government when the accommodation tax was previously only imposed on trips sold after the implementation of the tax.

Here is a summary based on the new rules governing accommodation tax and infrastructure fees:

  • An accommodation tax of 400 kroner must be paid for each guest staying in a cruise ship in domestic navigation in Iceland for each started 24 hours that the passenger stays on the ship.
  • The accommodation tax does not constitute a tax base for value-added tax (VAT).
  • No accommodation tax shall be paid in the following cases:
    o when selling a accommodation unit that is not subject to value-added tax, according to the laws on value-added tax.
    o for the facility where the crew and other staff aboard a cruise ship in domestic navigation.
  • Infrastructure fees must be paid for each passenger on board a cruise ship in international cruises while the ship is anchored in a port in the country or elsewhere in the country’s customs area, according to Section 2 of the customs law, no. 88/2005.
  • Infrastructure fee shall be 2,500 ISK for each passenger for each started 24 hours that the ship is based in the country’s customs area.
  • No infrastructure fee shall be paid in the following cases:
    o if a cruise ship in international navigation docks at a port in the country and there is a valid reason that the ship has been in a forced position due to an accident, damage, illness, or unrest.
    o for the crew and other staff on board a cruise ship in international navigation
  • Cruise ships in international navigation pay infrastructure fees but not accommodation taxes.
  • Cruise ships in domestic navigation pay accommodation taxes but not infrastructure fees.

***The VAT Exemption has been extended by one year, to January 1st 2026.***

Gistináttaskattur, innviðagjald á skemmtiferðarskipi og afnám tollfrelsis

Lög um innviðagjald litu loks dagsins ljós í dag og þar liggur því miður fyrir að starfstjórnin ætlar ekki að taka neitt tillit til varúðarorða Cruise Iceland, CLIA, AECO, hafnarsjóða, sveitarfélaga og fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu um að óhófleg gjaldtaka sem leggist á þegar seldar ferðir til landsins muni reynast mjög skaðlegar ferðaþjónustunni.

Í umsögnum hagaðila um innviðagjaldið og í fjölmiðlum hefur komið fram að skipafélögin fella sig við gjaldtöku en hafa mótmælt því harðlega að gjald, sem innheimta á af hverjum farþega, sé lagt afturvirkt á ferðir sem hafa þegar verið seldar. Álagning innviðagjaldsins nú gengur þvert á vinnubrögð stjórnvalda þegar gistináttaskattur var aftur lagður á. Þá var hann einungis lagður á ferðir sem voru seldar eftir gildistöku skattsins.

Hér er samantekt um nýjar reglur sem varða gistináttaskatt og innviðagjald á skemmtiferðarskip:

  • Greiða skal kr. 400 í gistináttaskatt fyrir hvern dvalargest sem hefur gistináttaeiningu til afnota um borð í skemmtiferðaskipi í innanlandssiglingum við Ísland fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem farþegi dvelur í skipinu.
  • Gistináttaskattur myndar ekki gjaldstofn til virðisaukaskatts.
  • Ekki skal greiða gistináttaskatt í eftirfarandi tilvikum:
    o   við sölu á gistináttaeiningu sem ekki ber virðisaukaskatt samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.
    o   fyrir gistiaðstöðu sem áhöfn og annað starfsfólk í skemmtiferðaskipi í innanlandssiglingu við Ísland hefur til umráða um borð í skipinu
  • Greiða skal innviðagjald fyrir hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum á meðan skipið dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði ríkisins, sbr. 2. gr. tollalaga, nr. 88/2005.
  • Innviðagjald skal vera 2.500 kr. fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipið dvelur á tollsvæði ríkisins
  • Ekki skal greiða innviðagjald í eftirfarandi tilvikum:
    o   ef skemmtiferðaskip í millilandasiglingum leggst að höfn hér á landi og fyrir liggur með sannanlegum hætti að skipið hafi verið í nauðum statt vegna áreksturs, sjóskemmda, veikinda eða ófriðar.
    o   fyrir áhöfn og annað starfsfólk um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum
  • Skemmtiferðarskip í millilandasiglingum greiða innviðagjald en ekki gistináttagjald.
  • Skemmtiferðarskip í innanlandssiglingum greiða gistináttagjald en ekki innviðagjald.

***Tollfrelsi skemmtiferðaskipa hefur verið framlengt um eitt ár, til 1. janúar 2026.***